Vill færa Markarfljót til vesturs

Haraldur Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson Rax / Ragnar Axelsson

Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir á bloggi sínu að ef leysa eigi vanda Landeyjahafnar þurfi að færa Markarfljót til vesturs frekar en austur.s Hann segir tillögu Dönsku straumfræðistofnunarinnar, sem er til skoðunar hjá Siglingastofnun, um að færa farveg fljótsins 2,5 km til austurs aðeins leysa vandann tímabundið, þar sem sú aðgerð muni draga úr aurburði inn í höfnina en ekki stöðva hann til frambúðar.

Sandrif það sem vandanum valdi myndast hins vegar vestan við Landeyjahöfn. Haraldur segir að þetta verði áfram vandamál sökum mikils aurburðar Markarfljóts, sem hann segir bera fram um 100.000 rúmmetra af sandi og aur á ári. Höfnina segir hann hafa verið staðsetta með það eitt að markmiði að sem styst sigling yrði milli lands og Vestmannaeyja.

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert