45% vilja afgreiða frumvarpið

Mjög skiptar skoðanir eru um það á meðal landsmanna hvort mikilvægt sé að afgreiða frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir þingkosningarnar í apríl ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Þannig eru 45% þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að afgreiða málið fyrir kosningar en 39% telja það ekki brýnt. Meiri stuðningur er við afgreiðslu málsins á þessu þingi á meðal kvenna og íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Mestur stuðningur við að afgreiða málið fyrir kosningar er hjá kjósendum Bjartrar framtíðar eða 67%. Næst koma kjósendur Samfylkingarinnar, en 60% þeirra styðja þann kost, og loks kjósendur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs en stuðningur á meðal þeirra er 59% samkvæmt könnuninni.

Þá eru 54% þeirra sem nefna engan flokk á því að afgreiða eigi málið fyrir kosningarnar samkvæmt niðurstöðum hennar, 34% kjósenda Framsóknarflokksins en aðeins 18% kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert