Reglulega auglýst eftir blóði

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að eftir því sem hlutfall aldraðra hækki í þjóðfélaginu aukist þörfin á endurnýjun á meðal þeirra sem gefi blóð. Hann segir jafnframt að reglulega komi upp sú staða að auglýsa þurfi eftir blóði þegar inn komi sjúklingar sem hafa misst mikið blóð.

Það eru Samtök atvinnulífsins og Blóðbankinn sem standa að átakinu Brettum upp ermar - gefum blóð en Blóðbankinn þarf að fá um 70 blóðgjafa á hverjum degi sem bankinn er opinn. Samstarfið á að fjölga þeim blóðgjöfum sem gefa blóð að staðaldri og skilningur atvinnulífsins á því er mikilvægur þar sem fólk þarf að bregða sér frá vinnu til að gefa blóð.

Fyrirtækin Marel, Já og Rio Tinto Alcan á Íslandi styðja átakið og hvetja forstjórar fyrirtækjanna starfsfólk sitt til að gefa blóð á vinnutíma. Nú er mögulegt að bóka tíma í blóðgjöf sem mun stytta biðtíma ásamt því að fá jafnvægi í innkomu, lagerhaldi og mönnun.

Frétt mbl.is: Fékk blóð úr 150 manneskjum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert