Aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins hættir störfum

Steinunn Stefánsdóttir
Steinunn Stefánsdóttir

Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins er hætt störfum á blaðinu. Í kveðjubréfi til starfsfólks segir hún að það sé vegna breyttra aðstæðna á blaðinu, en sem kunnugt er var Mikael Torfason ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins á dögunum og sinnir hann því starfi ásamt Ólafi Stephensen.

Í bréfi Steinunnar til starfsfólks segir hún að starfslokin séu samkomulag milli hennar og Ara Edwald, forstjóra 365 miðla. Dagurinn í dag var hennar síðasti á blaðinu. „Framundan er óvissa en alveg áreiðanlega eitthvað sem verður bæði gott og gaman,“ segir Steinunn og að hún kveðji með trega.

Fréttablaðið
Fréttablaðið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert