Skólar opnir og börnum haldið inni

Mikil ófærð er á höfuðborgarsvæðinu og flestar aðalleiðir og hliðargötur ófærar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að halda sig heima.

Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið eru með allt sitt lið úti en eiga í efiðleikum með að komast um vegna fastra ökutækja. Litlir og vanbúnir bílar eiga ekki að vera á ferðinni í dag, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum.

Ófærð og slæmt skyggni er á Reykjanesbraut og ekkert ferðaveður.

Skólar eru opnir og þeim börnum sem þar eru verður haldið innandyra þar til veður gengur niður og færð skánar.

Almenningur er beðinn um að hringja ekki í 112 nema í neyðartilvikum, en álag þar er orðið verulegt, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum.

„Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítrekar mikilvægi þess að foreldrar sæki börn sín ekki í skólana fyrr en aðstæður leyfa og lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi. Þetta á við um öll skólastig. Börnin eru örugg í skólunum.“

Snjóbylur í Grafarvogi
Snjóbylur í Grafarvogi Eva Björk Ægisdóttir
Snjóbylur í Grafarvogi
Snjóbylur í Grafarvogi Eva Björk Ægisdóttir
Snjóbylur í Grafarvogi
Snjóbylur í Grafarvogi Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert