Áttu hvorki fyrir lyfjum né launum

Hulda Gunnlaugsdóttir
Hulda Gunnlaugsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspitalans, segir hrunið á Íslandi þær erfiðustu aðstæður sem hún hafi lent í á starfsferlinum. Ekki hafi verið til peningar til að greiða laun eða kaupa lyf.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali Aftenposten við Huldu sem nú er framkvæmdastjóri háskólasjúkrahússins í Akershus í Noregi.

Hún segir að í fyrstu hafi hún beðið lækningaforstjóra spítalans og fjármálastjóra um að fara leynt með ástandið til þess að skapa ekki hræðslu meðal fólks. Á sama tíma hafi þau verið í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og fjármálaráðuneytið upp á að fá aðstoð við að leysa út vörur og tryggja að laun yrðu greidd.

Hulda er spurð að því í viðtalinu hvað hún hafi gert til þess að skapa traust meðal starfsfólks á þessum erfiðu tímum og segir Hulda að hún hafi til að mynda reynt að vera enn sýnilegri ern áður, meðal annars hafi hún borðað í mötuneytinu alla daga og spjallað um daginn og veginn við fólk.

Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hafi verið að taka við starfinu í Ahus árið 2010 en sjúkrahúsið hefur oft fengið á sig harða gagnrýni.

Viðtalið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert