Tefja ágreiningslaust mál

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi í allan dag haldið upp í málþófi á Alþingi til að tefja þingstörf. Meira að segja hafi brugðið svo við að tafið hafi verið mál sem enginn ágreiningur er um í þinginu.

„Hér er um að ræða nauðaeinfalt frumvarp um tollalög sem felur í sér að liðka fyrir fyrirtækjum í greiðsluvanda með því að dreifa gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda - fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í efnahags- og viðskiptanefnd styðja málið rétt eins og stjórnarmeirihlutinn og setja nafn sitt við nefndarálitið. Það dugði ekki minna en 6 klukkutíma umræða til að ræða þetta mál sem við eðlilegar aðstæður væri afgreitt á 10 mínútum.  

Það hlýtur að vera einsdæmi að stjórnarandstaða grípi til málþófs til að tefja mál sem hún sjálf styður,“ segir Skúli á vefsvæði sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert