Umtalsverð hækkun á ellilífeyri

Mannlíf í Gróttu.
Mannlíf í Gróttu. mbl.is/Styrmir Kári

Ellilífeyrir mun hækka úr rúmum 34 þúsund kr. á mánuði upp í rúmar 161 þúsund krónur á mánuði ef frumvarp velferðarráðherra um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning verður að lögum.

Aftur á móti verður tekjutrygging ellilífeyrisþega felld út með öllu en hún nemur rúmum 107 þúsund krónum í dag. Ellilífeyrir myndi á heildina litið hækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði. Þá mun með þessum áætluðu breytingum framfærslubót þeirra ellilífeyrisþega sem búa einir hækka um rúmar 12 þúsund krónur, eða úr 37.739 krónum í dag upp í 49.877 krónur eftir að breytingarnar taka gildi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Í frumvarpinu kemur fram að í núverandi kerfi fái umtalsvert fleiri konur en karlar lífeyrisgreiðslur eða um 16.700 konur til samanburðar við um 13.000 karla. Skýringin á þessu mun meðal annars vera sú að konur eigi minni rétt í almennum lífeyrissjóðum en einnig er meðalaldur þeirra hærri en meðalaldur karla. Þá eru meðalgreiðslur til kvenna í núverandi kerfi talsvert hærri en meðalgreiðslur karla eða um 109 þúsund krónur á mánuði samanborið við 95 þúsund krónur á mánuði hjá körlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert