Veitt eftirför og sleginn í andlit

Lögreglu höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um líkamsárás í Grafarvogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá hafði bifreið verið veitt eftirför og þegar ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina steig sá sem elti út úr bíl sínum og sló hann hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að tennur brotnuðu. 

<span><span><br/></span></span> <span><span>Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en nánari tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er málið í rannsókn.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Eins og hefðbundið er um helgar var töluverður erill hjá lögreglu vegna hávaða og ölvunar.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Þannig var karlmaður handtekinn á veitingastað í Kópavogi seint í gærkvöldi. Sá var ölvaður og til vandræða. Hann vildi ekki gefa lögreglu persónuupplýsingar og var vistaður í fangageymslu.</span></span> <span><span> </span></span>

Rétt eftir klukkan tvö var bifreið stöðvuð á Eiríksgötu. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur.  

<span><span>Klukkan 2.20 var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholti. Tjónvaldur var handtekinn grunaður um ölvun við akstur.  Hann var vistaður í fangageymslu. Engin meiðsli urðu á fólki slysinu.</span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Á fjórða tímanum var karlmaður handtekinn eftir slagsmál við veitingahús í Hafnarfirði.  Hann verður vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast. </span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Rétt fyrir fjögur var bifreið stöðvuð við Skothúsveg. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur.  </span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Á svipuðum tíma var bifreið stöðvuð í Skipholti. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Sá hafði aldrei öðlast ökuréttindi og bifreiðin var ótryggð. </span></span> <span><span> </span></span> <span><span>Að endingu á fimmta tímanum í morgun var bifreið stöðvuð við Grandagarð.  Ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu að lokinni sýnatöku.</span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert