Fjöldi mála bíður en engin sátt

mbl.is/Eggert

Fjöldi óafgreiddra stjórnarfrumvarpa á Alþingi er rúmlega 70 og eru mörg þeirra afar umfangsmikil og umdeild. Engin sátt hefur náðst um dagskrá þingsins í þessari viku, en viðræður standa yfir, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingforseta.

Samkvæmt starfsáætlun verður þingi frestað á föstudag. Ásta Ragnheiður segir vissulega hafa komið til tals að fjölga starfsdögum en eins og áður leggi hún ríka áherslu á að standa við starfsáætlun þingsins. Fulltrúar stjórnarflokkanna hafa látið formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar í hendur vísi að lista af málum sem stefnt er að því að klára.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja þeir Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, listann ekki raunhæfan, mörg málanna þarfnist nánari skoðunar en tími sé fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert