Snjó kyngir niður

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Snjó kyngir nú niður í efri byggðum höfuðborginnar. Færð er enn góð víðast hvar þó hætt sé við hálku. Umferðardeild lögreglunnar segir að í morgun hafi allar aðalleiðir verið saltaðar.

Hálka er þó víða um vegi landsins.

Gengur í norðaustan 5-15 m/s í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar, hvassast á Vestfjörðum og með Suðausturströndinni. Dálítil snjókoma með köflum, en slydduél eða él sunnanlands. Norðan 3-10 á morgun og lítilsháttar él, en birtir til syðra. Hiti um og yfir frostmarki á Suður- og Vesturlandi í dag, annars frost 0 til 6 stig.

Hálkublettir eru sumstaðar á Reykjanesi. Það er hálka á Hellisheiði og Sandskeiði og snjóþekja í Þrengslum. Snjóþekja er á Suðurlandi en hálka við Vík, segir í upplýsingum Vegagerðarinnar.

 Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Snjóþekja er á Fróðárheiði, Vatnaleið, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

 Á Vestfjörðum eru hálkublettir á flestum leiðum þó er hálka og éljagangur á fjallvegum. Snjóþekja og snjókoma er á Þröskuldum og snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingur er á Hálfdán og þungfært á Kleifaheiði en verið er að moka.

 Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir á Þverárfjalli, Vatnsskarði og hálka Siglufjarðarvegi og Öxnadalsheiði. Sumstaðar er þoka.

 Á Norðausturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Snjóþekja er í Víkurskarði. Hálka og skafrenningur er á Hófaskarði.

 Á Austurlandi er hálka á fjallvegum. Hálkublettir og snjóþekja eru nokkuð víða á öðrum leiðum. Hálka og þoka er á Jökuldal og Möðrudalsöræfum. Snjóþekja og éljagangur er með ströndinni.

 Hálka og hálkublettir eru um Suðausturland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert