Mikil hækkun launa í fjármálageiranum

Stundarfriður á fjármálamarkaði.
Stundarfriður á fjármálamarkaði. reuters

„Bankarnir hafa þurft að ráða til sín mjög sérhæft fólk í eftirlitsiðnaðinn sem er búið að koma upp á Íslandi. Fjölmennur hópur mjög vel menntaðra starfsmanna vinnur orðið í því að sinna eftirliti.

Það þarf að svara Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, ráðuneytum og öðrum sem sinna eftirlitsskyldu á markaði. Það eru tugir manna í hverjum stóru bankanna sem eingöngu sinna þessu eftirliti, stöðugu eftirliti af hálfu eftirlitsstofnana,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Tilefnið eru tölur Hagstofunnar um launaskrið hjá starfsmönnum í fjármálaþjónustu, hjá lífeyrissjóðum og við vátryggingastarfsemi. Samkvæmt þeim hækkaði launavísitala þessa hóps um 11,2% í fyrra. Vísitalan hækkaði um 29% frá 2009 til 2012 en um 39% á árunum 2005-2008.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag skýrir Friðberts  samkeppni um fólk einnig launahækkanir í fjármálageiranum. Þá séu launalækkanir að ganga til baka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert