Vilhjálmur verður rektor á Bifröst

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.

Vilhjálmur Egilsson hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst frá 1. júlí næstkomandi og mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að því er kemur fram á vef samtakanna. Bryndís Hlöðversdóttir tilkynnti í vetur að hún myndi láta af störfum í sumar.

Vilhjálmur tók við starfi framkvæmdastjóra SA í mars 2006. Hann er doktor í hagfræði frá University of Southern California í Los Angeles. Hann var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 2004-2006 en áður var hann framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands og alþingismaður fyrir Norðurland vestra. 

Vilhjálmur var framkvæmdastjóri SA í sjö ár sem voru viðburðarík í sögu samtakanna og íslensks atvinnulífs.

Í frétt á vef SA segir að Vilhjálmur vilji að fram komi að hann er afar þakklátur fyrir þann tíma sem hann hefur átt í Samtökum atvinnulífsins og telur heiður að því að hafa starfað með öllu því fólki sem hann hefur átt samskipti við innan sem utan samtakanna. Hann hlakkar til að takast á við starf rektors Háskólans á Bifröst þar sem hann fær tækifæri til að sinna betur ýmiss konar rannsóknum í þágu íslensks atvinnulífs og ennfremur tækifæri til að miðla af þeirri þekkingu á atvinnu- og samfélagsmálum sem hann hefur aflað sér í námi og  margvíslegum störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka