29 milljónum úthlutað úr Veiðikortasjóði

Melrakkasetur Íslands fékk hæsta styrkinn að þessu sinni vegna verkefnisins: …
Melrakkasetur Íslands fékk hæsta styrkinn að þessu sinni vegna verkefnisins: Hvað eru refirnir að éta? — fæða íslenskra melrakka að vetrarlagi. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2013. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr sjóðnum til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust 18 umsóknir til ráðuneytisins að upphæð tæplega 50 milljónir kr. Til úthlutunar voru samtals 29,3 milljónir.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði:

  • Háskóla Íslands, krónur 2.150.000 til verkefnisins: Mynstur í framleiðni grágæsa á landsmælikvarða á Íslandi.
  • Háskóla Íslands, Líf- og umhverfisvísindastofnun, krónur 3.000.000 til verkefnisins: Fækkun íslenskra sjófugla: talningar í fjórum stærstu fuglabjörgum landsins 2013.
  • Melrakkasetri Íslands, krónur 3.450.000 til verkefnisins: Hvað eru refirnir að éta? — fæða íslenskra melrakka að vetrarlagi.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.100.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 10.000.000 til verkefnisins: Vöktun rjúpnastofnsins og afrán fálka á rjúpu.
  • Náttúrustofu Austurlands, krónur 2.000.000 til verkefnisins: Vetrartaling íslenska hreindýrastofnsins.
  • Náttúrustofu Suðurlands, krónur 3.350.000 til verkefnisins: Rannsóknir á lunda 2013. Vöktun viðkomu, fæðu, líftala og könnun vetrarstöðva.
  • Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, krónur 2.240.000 til verkefnisins: Stofnlíkan fyrir rjúpu.
  • Verkís, krónur 2.000.000 til verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert