Ekki óeðlileg skjálftavirkni

Stærsti skjálftinn sem mælst hefur er 3,5 stig.
Stærsti skjálftinn sem mælst hefur er 3,5 stig. Mynd/Veðurstofa Íslands

Jörð skelfur enn við Langjökul og hefur einn skjálfti farið yfir 3 stig, mældist hann kl. 17.24 og 23,9 km NNA af Geysi. Hann var 3,5 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er nokkur jarðskjálftavirkni á svæðinu og telst hún ekki óvenjuleg. Reglulega kom upp jarðskjálftahrinur þar. Engin merki eru um kvikuhreyfingar.

Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst við Jarlhettur í dag. Skjálftarnir mældust flestir á milli klukkan 13 og 14.30 og svo aftur á sjötta tímanum síðdegis.

Skjálftarnir voru allir á svipuðum slóðum, 22-24 km NNA af Geysi, þeir voru á 3,7-6,1 km dýpi. Þeir voru að stærðinni 1,1-3,5, flestir yfir 2 að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert