Semja á við ÍAV um Álftanesveginn

Nýi Álftanesvegurinn er umdeildur.
Nýi Álftanesvegurinn er umdeildur.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa í Prýðishverfi í Garðabæ vegna nýs Álftanesvegar. Fyrirhugaðar framkvæmdir við hann hafa frestast vegna kærunnar sem lögð var fram í nóvember en forsendur hennar voru að framkvæmdaleyfi vegna vegarins væri fallið úr gildi.

Að sögn Rögnvaldar Gunnarssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, hefur ÍAV, sem átti næstlægsta tilboðið í verkið, verið sent bréf þess efnis að gengið verði til samninga við fyrirtækið.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að frestur til að skila athugasemdum við þá ákvörðun rennur út um helgina og segir Rögnvaldur að fundað verði með ÍAV eftir helgi ef engin berist. Loftorka átti lægsta tilboðið í verkið í útboði en ÍAV kærði það hins vegar. Í kjölfarið var tilboð Loftorku úrskurðað ógilt.

„Ég held að ég geti fullyrt það fyrir mína félaga og alla sem hafa verið að berjast gegn þessu að það er engan bilbug að finna á þessum hópi. Fólk er ennþá ákveðnara að standa vörð um þetta svæði ef eitthvað er,“ segir Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina sem eru ósáttir við að nýi vegurinn liggi í gegnum Gálgahraun.

Gálgahraun er víða afar fallegt og lítt snortið af framkvæmdum.
Gálgahraun er víða afar fallegt og lítt snortið af framkvæmdum. mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert