21% hreindýraleyfa endurúthlutað

21% hreindýraleyfa verður endurúthlutað í ár en alls verður leyft …
21% hreindýraleyfa verður endurúthlutað í ár en alls verður leyft að fella 1.229 dýr þetta árið. mbl.is/Rax

Rúmlega 260 hreindýraleyfum verður úthlutað að nýju þar sem þeim var skilað inn eða staðfestingargjald ekki greitt fyrir tilskilinn tíma. Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfisstofnunar í dag.

Fyrstu leyfunum er úthlutað á þá sem eru á fimmskiptalista á hverju svæði og síðan eftir röð á biðlista sem varð til við útdráttinn í febrúar.

Í ár verður leyft að fella 1.229 hreindýr og samsvarar þetta því 21% veiðileyfa sem verður endurúthlutað.

Í frétt UST segir að þeir sem fái úthlutun nú fái sendan tölvupóst í byrjun næstu viku.

Færri sækja um hreindýraveiðileyfi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert