Skilorðsbundinn dómur fyrir þjófnað

Kona á fertugsaldri var í dag dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið rúmum 650 þúsund krónum af reikningi starfsmannasjóðs Debenhams.

Alls tók konan, sem var starfsmaður Debenhams, út af reikningi starfsmannasjóðs verslunarinnar í 59 skipti á nokkurra mánaða tímabili. Eins stal hún 65 þúsund krónum   úr skiptimyntsjóði verslunarinnar. Konan var einnig ákærð fyrir að hafa stolið fatnaði úr versluninni fyrir rúmar 100 þúsund krónur.

Konan játaði brot sín greiðlega og hefur leitast við að bæta fyrir þau, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert