Hnífurinn fannst í fjörunni

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Hnífurinn sem notaður var til að skera níu ára gamla stúlku í Hafnarfirði á háls í gær fannst í fjörunni við Herjólfsgötu þegar fjaraði í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hafði fleygt hnífnum í fjöruna eftir að hafa meitt stúlkuna. Hún særðist ekki alvarlega.

Stúlkan var á gangi með jafnöldru sinni þegar maðurinn réðst að henni. Maður og kona, sem voru á ferli í grenndinni, urðu vitni að þessu og hrópaði konan þannig að styggð kom að manninum, hann hljóp á brott og kastaði hnífnum í fjöruna. Maður konunnar elti hann og hélt honum uns lögregla kom á staðinn.

Árásarmaðurinn var nýútskrifaður af geðdeild og var honum komið undir læknishendur eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu telst málið upplýst.

Frétt mbl.is: Níu ára stúlka skorin á háls í Hafnarfirði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert