Blóðrauð Glerá eftir litarefni

Þessa mynd tók Völundur Jónsson af Glerá klukkan tvö í …
Þessa mynd tók Völundur Jónsson af Glerá klukkan tvö í dag. Ljósmynd/Völundur Jónsson

Íbúum á Akureyri brá mörgum hverjum í brún í dag þegar þeim varð litið á Glerá, en það var engu líkara en hún væri sviðsmynd í hrollvekju. Blóðrauð var áin en ekki sviðsmynd heldur var rauðu litarefni úr steypu frá Möl og sandi skolað út í ána. Litarefnið er náttúrulegt og því hættulaust. 

Á vefsvæði Akureyrar vikublaðs er haft eftir Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúa Norðurlands eystra, að það sé mjög slæmt að affallsvatn frá steypustöðinni fari beint út í Glerá en það sé vegna þess að Akureyrarbær geri ekki ráð fyrir þessháttar starfsemi á svæðinu þar sem steypustöðin er.

„Þeim er illa við að fá þetta inn á lagnakerfið og þess vegna hefur þetta verið látið viðgangast á meðan ekki er fundinn betri staður fyrir starfsemina,“ segir Alfreð í samtali við Akureyri vikublað.

Á vef Akureyrar vikublaðs má sjá fleiri myndir af blóðrauðri Glerá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert