Þurfa að bíða samþykkis

Af vef velferðarráðuneytisins

Þeir einstaklingar sem sækja um greiðsludreifingu vegna lyfjakaupa þurfa að bíða samþykkis Sjúkratrygginga Íslands áður en þeir fá lyf sín afgreidd.

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi á morgun en Heiðar Örn Arnarson, kynningarfulltrúi SÍ, segir greiðsludreifinguna úrræði fyrir þá sem eiga erfitt með að mæta kostnaði í fyrsta þrepi nýja kerfisins.

Samkvæmt greiðsludreifingarfyrirkomulaginu munu einstaklingar í greiðsluerfiðleikum eiga kost á því að dreifa lyfjakostnaði umfram átta þúsund krónur á tvær greiðslur og kostnaði umfram fimmtán þúsund krónur á þrjár greiðslur. Ef ljóst þykir að einstaklingur muni eiga rétt á 100% greiðsluþátttöku á tólf mánaða tímabili verður hins vegar mögulegt að dreifa kostnaðinum á allt að tíu greiðslur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert