Vonskuveður á fjallvegum á Vestfjörðum

Svona var útlitið á Steingrímsfjarðarheiði kl. 15.30 í dag.
Svona var útlitið á Steingrímsfjarðarheiði kl. 15.30 í dag. Skjáskot úr vefmyndavél

Vonskuveður er á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum. Vegir eru greiðfærir á Suðurlandi og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Það er ófært yfir Þröskulda og þar er stórhríð. Það er hins vegar fært um Innstrandaveg. Stórhríð er einnig á Steingrímsfjarðarheiði, þungfært og ekkert ferðaveður. Krap eða nokkur hálka er víðar á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum. Óveður er á Hjallahálsi og Klettshálsi. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.

Á Norðurlandi eru vegir víðast hvar auðir en þoka er með norðausturströndinni.

Á fjallvegum á Austurlandi eru víða ýmist hálkublettir eða krap. Öxi er fær flestum bílum en þar er krap og mikill vatnselgur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert