Opnir fyrir tilfærslu frídaga

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Bæði fulltrúi starfsmanna Reykjavíkurborgar og atvinnulífsins taka vel í hugmyndir um að færa staka frídaga í miðri viku að helgum. Tillögu þess efnis hefur verið vísað til borgarráðs Reykjavíkurborgar.

Uppstigningardagur er í dag en þetta er þriðja vikan í röð sem frídag ber upp í miðri viku. Í síðustu viku var 1. maí á miðvikudegi og sumardagurinn fyrsti á fimmtudegi, venju samkvæmt, í vikunni á undan.

„Við erum mjög jákvæð fyrir því að skoða svona hugmyndir. Það hefur lengi verið talað um að þessir frídagar slíti vinnuvikurnar í sundur og dragi úr framleiðni. Þegar við tölum um að auka framleiðni, örva hagkerfið og hagvöxt þá held ég að þetta væri tiltölulega einföld og góð leið til að hjálpa okkur í þá átt,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert