Ver hreiðrið með kjafti og klóm

„Þannig að ég er bara ennþá með eggið í hita. Ég ætla að sjá til, hún hlýtur nú að fara eitthvað af hreiðrinu og þá ætla bara að vera snöggur og skutla því undir,“ segir Haukur Snorrason en hann tók fyrr í vikunni mynd af álft sem hafði misst egg úr sér á ísilagða Hrísatjörn í Friðlandi Svarfdæla við Dalvík.

Bóndi í nágrenninu fór í kjölfarið með heytuggu og setti á sinutoppa sem standa upp úr snjónum nálægt venjubundnum varpstað álftarinnar í von um að hún nýtti sér það til hreiðurgerðar sem hún hefur nú gert. Hins vegar er ekki hlaupið að því að komast að hreiðrinu að sögn Hauks og hefur hún varið það af krafti.

„Það er yfirleitt auðvelt held ég að setja undir andfugla og gæsir en maður þarf væntanlega að nudda egginu upp úr skítnum úr henni eða eitthvað slíkt til þess að hún finni lyktina af sér en ekki mannalyktina. En það er greinilegt að hún er búin að verpa þó ég sjái ekki hversu mörg eggin eru. En hún ver þetta allavega með kjafti og klóm,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert