Nagladekk pirra borgarstjórann

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eva Björk

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera pirraður að heyra og sjá hve margir keyri enn um borgina á nagladekkjum. Jón spyr hvers vegna fólk keyri um bæinn á nagladekkjum langt framá sumar. „Er einhver ástæða fyrir því eða er því einfaldlega sama um skaðann sem það veldur? Vona ekki.“

Þetta kemur fram í Dagbók borgarstjóra sem birt er á Facebook.

„Á minni reglulegu morgungöngu í morgun varð ég soldið pirraður að heyra og sjá hve margir keyra enn um borgina á nagladekkjum. Nagladekk valda svifryki og slíta götum hundraðfalt meira en önnur dekk. Fólksbílar á negldum dekkjum spæna upp hálfu tonni af malbiki á ári og þyrla upp allt að 10 kg af heilsuspillandi svifryki, sem veldur lungna- og hjartasjúkdómum. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja um 10.000 tonn af malbiki einungis vegna slits af völdum nagladekkja sem kostar borgarbúa u.þ.b. 150 til 200 milljónir kr. á ári. Fleiri og fleiri borgir banna notkun á nagladekkjum,“ skrifar Jón.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert