Ferðaþjónustan í öðru sæti

Erlendir ferðamenn í Öskjuhlíð. Úr safni.
Erlendir ferðamenn í Öskjuhlíð. Úr safni. mbl.is/Ómar

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) segja að ferðaþjónustan afli 23,5% gjaldeyristekna þjóðarinnar og sé í öðru sæti á eftir sjávarútvegi.

Fram kemur í tilkynningu frá Árna Gunnarssyni formanni SAF,, að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafi aukist mikið síðustu árin og hafi verið árið 2012 alls 238 milljarðar skv. Hagstofu Íslands. Það geri 23,5% af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins. 

Bent er á, að sjávarútvegur afli 269 milljarða sem sé 26,58% og aflar því stærsta hlutans. Ferðaþjónustan sé í öðru sæti og álvinnsla afli 225 milljarða sem sé 22,29% sem setji hana í þriðja sæti.

„Ferðaþjónustan hefur verið í þriðja sæti í mörg ár þangað til árið 2012 en þá fjölgaði erlendum ferðamönnum um 19% og gjaldeyristekjum um 21%,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert