„Hafður að fífli“

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Mér finnst eins og ég hafi verið hafður að fífli í dag [gær] en leið örlítið betur af því ég fékk svo góðan afslátt (þó svo verðið hafi á endanum verið 3 krónum hærra en fyrir viku),“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem gerir athugasemd við tilboð olíufélaganna frá því í gær.

Hann segir að eldsneytisverð hafi nýverið hækkað um fimm krónur. Það sé „snilldarbragð“ hjá olíufélögunum að hækka verðið, veita „ríflegan“ afslátt og láta nýja háa verðið gilda eftir það.

„Í dag [gær] var þrusu afsláttur á öllum bensínstöðvum að ég held. Síminn stoppaði ekki framan af degi þar sem N1 reið á vaðið og tilkynnti mér í SMS að afsláttur væri 12 krónur þann daginn. Næst kom SMS frá Atlantsolíu og sami afsláttur, síðan fylgdi ÓB á eftir. Allir með sama afslátt. Ég kíkti á heimasíðu Orkunnar og viti menn, 12 krónu afsláttur. Mikið var ég ánægður að sjá þennan afslátt þó svo að hann sé ekki nema 2 krónum meiri en hefðbundinn afsláttur er hjá mér í dag. Ég skráði mig í Afsláttar þrep Orkunnar fyrir síðustu mánaðarmót og þar sem ég nota alltof mikið eldsneyti í hverjum mánuði þá fæ ég 10 krónu afslátt á “minni” stöð,“ skrifar Kristján á bloggsíðu sína.

Hann segist hafa ekið fram hjá bensínstöð Atlantsolíu og Orkunnar í gær og sé að útsöluverð bensíns hafi verið um það bil 241 kr.

„Þá hrökk ég við og trúði ekki mínum eigin augum, ég hafði keypt bensín fyrir rúmri viku og þá kostaði líterinn (á skilti) 236,2 kr. Því næst átti ég leið hjá Orku-stöð við Miklubraut og sá sama verðið þar, eða reyndar eins og venjulega 10 aurum lægra en hjá AO,“ segir Kristján.

„Sem sagt á aðeins einni viku hafði bensín hækkað um 5 krónur og ég held að þessi hækkun hafi komið til framkvæmda á síðustu dögum en ég fylgist nokkuð vel með breytingum á verðlagi (eða reyni það eftir bestu getu en það reynist mjög erfitt þar sem verð hækkar og lækkar ansi oft). Hef ekki fundið fréttir um hækkanir hér heima, einu fréttir um breytingar á olíuverði er erlendis frá og það reyndar lækkanir en það er nú önnur saga.“

Upplýsingar um eldsneytisverð.


mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Lexus RX300 góður bíll, gott verð
Árgerð 2000, ekinn 225 þús, Nýskoðaður. Þjónustubók frá upphafi. Lítur vel ...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...