Páfi fékk íslenskt eintak messubókarinnar

Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup sést hér með Frans páfa í Róm
Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup sést hér með Frans páfa í Róm

Pétur Bürcher, Reykjavíkurbiskup kaþólsku kirkjunnar afhenti Frans páfa nýju rómversku messubókina á íslensku við opinbera áheyrn í vikunni sem leið.

Frans páfi fékk bókina afhenta í hvítu bandi líkt og venja er í páfagarði en rómverska messubókin er altarisbók kaþólsku kirkjunnar. Páfi þakkaði fyrir gjöfina og veitti öllum íbúum Íslands sína postullegu blessun, samkvæmt frétt frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi.

Undirbúningsvinnan að útgáfu bókarinnar hefur tekið 44 ár en bókin hefur alfarið verið unnin hér landi. Bókin er einkar umfangsmikil en hún er samtals rúmlega 1.300 síður.

Það tók Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki, þrjú ár að þýða bókina úr latínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert