Sex virkjanir færast í nýtingarflokk

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Virkjanir í neðri hluta Þjórsár. mbl.is

Verði farið að tillögum sérfræðinga munu sex virkjanakostir færast úr biðflokki í nýtingarflokk. Þar á meðal eru þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem samtals geta framleitt 255 MW af raforku. Hinar virkjanirnar eru Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjun 1 og Hágönguvirkjun 2.

Ekkert hefur gerst í samningaviðræðum HS Orku og Norðuráls um orkusölu til álversins í Helguvík í alllangan tíma, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS Orku.

„Það er allt í rólegheitum en væntanlega verður þráðurinn tekinn upp fljótlega,“ segir hann í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Júlíus segir að af hálfu HS Orku hafi verið rætt um að útvega 150 MW til álversins en Norðurál viljað fá meira. Erfitt sé að segja til um hvenær sú orka gæti orðið til taks. Á hinn bóginn séu til um 30-40 MW í kerfi HS Orku sem hægt væri að losa um og selja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert