Skipa ráðherranefnd um úrlausnir

Ný ríkisstjórn kom saman á fundi í Stjórnarráðinu í dag
Ný ríkisstjórn kom saman á fundi í Stjórnarráðinu í dag mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórn Íslands undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ákvað á fyrsta fundi sínum í dag að skipuð verði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna. Markmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en til þess megi beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum.

Í nefndinni eiga sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra. „Æskilegt er að nýta það tækifæri sem gefst samhliða skuldaleiðréttingu til að breyta sem flestum verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Jafnframt verði skipuð sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar af neytendalánum og endurskipulagningu húsnæðislánamarkaðarins sem skili niðurstöðum til ráðherranefndarinnar fyrir næstu áramót,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert