Tvö íslensk ræktunarbú á heimsleika

Ræktunarbússýning Efri-Rauðalækjar á Landsmóti í Reykjavík 2012. Nú verður búið …
Ræktunarbússýning Efri-Rauðalækjar á Landsmóti í Reykjavík 2012. Nú verður búið með ræktunarbússýningu í Berlín í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

Hrossaræktunarbúin að Kvistum í Holtum og Efri-Rauðalæk í Eyjafirði hafa verið valin meðal 11 ræktunarbúa til að taka þátt í ræktunarbússýningu á heimsmeistaramótinu í Berlín í ágúst á þessu ári.

Hin ræktunarbúin koma frá Noregi, Danmörku og Þýskalandi, en ræktunarbúið á Kvistum er flokkað að hluta þýskt jafnframt þar sem einn að aðstandendum búsins, Günther Weber, stendur einnig að ræktun í Schlossberg í Þýskalandi

Um er að ræða fyrsta skipti sem haldin er ræktunarbússýning sem þessi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins og því mikill heiður fyrir þau bú sem valin eru að komast með ræktun sína á þennan stóra markaðsglugga sem heimsmeistaramót er.

Búin eru í stafrófsröð: Efri-Rauðalækur, ræktun Baldvins Ara Guðlaugssonar, Forstwald í Þýskalandi, ræktun Karly Zingsheim, Hrafnsholt í Þýskalandi, ræktun Samönthu Leidesdorff og Herberts Ólasonar, Katulabo í Danmörku, ræktun Bo Hansen, Kranichtal í Þýskalandi, ræktun Söru Kuhls, Kringeland í Noregi, ræktun Inge Kringeland, Kronshof í Þýskalndi, ræktun Lothar Schenzel og Frauke Schenzel, Lindenhof í Þýskalandi, ræktun Andreas Trappe, Lipperthof í Þýskalandi, ræktun Uli Reber, Schloßberg/Kvistir, ræktun Günther Weber og Kristjóns L. Kristjánssonar og Töltmyllan í Þýskalandi, ræktun Nínu Engel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert