Teknir fyrir veggjakrot

Lögreglan handtók mennina.
Lögreglan handtók mennina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir ungir menn voru handteknir af lögreglunni á Selfossi eftir að þeir voru staðnir að verki við veggjakrot á Ölfusárbrú og á upplýsinga- og auglýsingaskilti sem stendur nærri brúnni.

Lögreglunni barst ábending um hverjir hefðu verið að verki og handtók hún mennina sem eru rétt undir tvítugu.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er um talsvert tjón að ræða sökum þess að upplýsinga- og umferðaskiltið er dýrt. Áætlað er að kostnaður við að setja upp nýtt skilti sé á bilinu 100-200 þúsund krónur.

Mönnunum gefst kostur á að gera sátt í málinu og greiða sekt. Öðrum kosti fer málið fyrir dóm.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert