Bismarck stendur með hugmyndinni

Þýski listamaðurinn Julius von Bismarck ítrekar að hann hafi ekki tekið þátt í náttúruspjöllunum í Mývatnssveit og ekki greitt neinum til þess að letra orð í landslagið þar. Hann segir áletranirnar vera minniháttar breytingu á landslaginu.

Bismarck hefur beðist undan viðtölum í síma við fjölmiðla en svaraði tölvupósti með fyrirspurn mbl.is í nótt. Þar segir hann að hugmyndin um að merkja náttúruna hafi orðið til í fyrra í samtölum við aðra listamenn. Hann sé sjálfur einn höfunda verksins og segist hann enn standa við upphaflegu hugmyndina.

„Hugmyndin er afar einföld og auðvelt að framkvæma hana alls staðar um heiminn með því að skrifa nöfnin á náttúrufyrirbrigðum á yfirborð þeirra. Þetta snýst hins vegar ekki um hvaða náttúrufyrirbrigði sem er heldur snýst þetta um fyrirbrigðin sem verða að táknum eða klisjum náttúrunnar,“ segir Bismarck í svari sínu.

Áletranirnar hafi ekki áhrif á náttúruna fyrir utan upplifun manna af henni.

Níddist Bismarck á íslenskri náttúru?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert