Ójöfn kynjaskipting vekur hörð viðbrögð

Ójöfn kynjaskipting í nefndum Alþingis vekur viðbrögð.
Ójöfn kynjaskipting í nefndum Alþingis vekur viðbrögð. mbl.is/Eggert

Ójöfn kynjaskipting í nefndum Alþingis hefur vakið athygli. Efnahags- og viðskiptanefnd er einungis skipuð körlum en konur eru í miklum meirihluta í velferðarnefnd. Þá er auk þess aðeins ein kona í utanríkismálanefnd.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir ómögulegt að segja til um hvers vegna raðast hefur svona í nefndir.  Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir stöðuna e.t.v. verða til þess að menn endurskoði hvernig valið sé í nefndir.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, undrast ekki hin hörðu viðbrögð sem skipting í nefndir hefur hlotið. „Við erum ekki einu sinni sátt við niðurröðun okkar sjálfstæðismanna í nefndir því eins og staðan er núna þá eru aðeins fjórar konur af þeim þrettán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem í nefndum sitja. Það hefur því ekki reynst auðvelt að hafa konur í öllum nefndum og ég tek undir þau sjónarmið að það er ekki gott að það halli á annað kynið í þessum nefndum og til greina kemur að skoða það,“ segir Ragnheiður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert