Virkjunin uppfyllir væntingar

„Mín skoðun er sú að þetta sé ekkert nýtt, heldur var það inni í hönnunarforsendum virkjunarinnar strax í byrjun að það þyrfti að bora u.þ.b. eina holu á ári til að viðhalda gufuðu vatni inn á virkjunina,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Geothermal og fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, um Hellisheiðarvirkjun.

Aðspurður hvort hann sé sammála því að virkjunin sé langt undir getu og væntingum segist hann ekki geta séð annað en að virkjunin bæði uppfylli væntingar sem til hennar voru gerðar sem og að hún starfi eftir getu. „Það var alltaf reiknað með því að það þyrfti að bora viðhaldsholur til að afla henni gufu og það er það sem verið er að gera. Ég get ekki séð að það sé neitt meiri þörf á viðhaldsholum en reiknað var með,“ segir Guðmundur og bendir á að ekki sé ennþá búið að bora eina einustu viðhaldsholu. Hann segir menn hafa vitað frá upphafi að afkastageta virkjunarinnar myndi minnka og að bora þyrfti fleiri viðhaldsholur, þannig sé ástandið á nokkurn veginn öllum jarðhitasvæðum.

Útlit fyrir frekari samdrátt á Hellisheiði

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert