Vínveitingar og íþróttakappleikir fara ekki saman

Hægt er að kaupa áfengi víða á íþróttakappleikjum.
Hægt er að kaupa áfengi víða á íþróttakappleikjum. Ómar Óskarsson

„Við getum ekki sætt okkur við að börn horfi upp á foreldra og aðra, á íþróttakappleikjum neyta áfengis og telji það eðlilegt að áfengi sem haft um hönd. Við skorum á íþróttahreyfinguna að leggjast alfarið gegn þessu. Við vitum vel að áfengis- og bjórframleiðendur bera uppi mjög mikinn kostnað í íþróttunum en við erum að berjast á móti því að áfengi og íþróttum sé tvinnað sama,“ segir Svanur Heiðar Hauksson formaður Félag Íslenskra Forvarna- og Vímuefnaráðgjafa. Stjórn félagsins sendi frá sér ályktun á fundi þar stendur m.a.:

„Óviðeigandi er að íþróttafélög, Knattspyrnusambandið og íþróttahreyfingin í heild taki að sér að halda kynningar sem hvetja til áfengisneyslu, hvað þá að selja áfengi.“

Svanur ítrekar að kynningar á áfengi og bjór á íþróttakappleikjum sé engan veginn við hæfi. 

„Við komum til með vera vakandi fyrir þessu og kynna okkar félagsmönnum þetta og vera með opinbera umræðu á þessu sviði ef heldur áfram sem horfir,“ segir Svanur aðspurður hvort félagið hyggist beita sér frekar á þessu sviði. 

Vínveitingaleyfi á íþróttaleikjum er kveikjan að ályktuninni. 

Hér fyrir neðan má sjá ályktunina sem Félag Íslenskra forvarna- og vímuefnaráðgjafa sendi frá sér:

Varðandi áfengisveitingar tengdar börnum og ungmennum.

Óviðeigandi er að aðilar stefni til sín börnum og ungmennum á skemmtun, samkomur eða viðburði þar sem áfengisveitingar eru leyfðar.

Ólíðandi er að stefna börnum inn í umhverfi þar sem áfengi er haft um hönd.

Jafnvel þó að einhverjum finnist sjálfsagt að vera undir áhrifum eða nota áfengi á mannamótum eru þeir miklu fleiri sem kalla eftir algjöru bindindi á samkomum þar sem börn eru með í för.

Óviðeigandi er að íþróttafélög, Knattspyrnusambandið og íþróttahreyfingin í heild taki að sér að halda kynningar sem hvetja til áfengisneyslu, hvað þá að selja áfengi.

Við mælum með að íþróttahreyfingin fylgi eigin forvarnastefnu en þar segir: ”neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna á aldrei samleið með iðkun íþrótta”.

Við hvetjum foreldra til að kanna hverjir standa að viðburðum sem kynntir eru fyrir börnum og ungmennum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert