Áríðandi að lögreglan noti rafbyssur

Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu.
Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu. AP

Vilhjálmur Árnason, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á beitingu lögreglu á s.k. „taser“ rafstuðbyssum við upphafi þingfundar í dag. Vísaði hann í bandaríska rannsókn sem hann sagði sýna að rétt notkun á rafbyssum sé ekki hættuleg og hún dragi úr meiðslum bæði lögreglumanna og brotamanna. 

Vilhjálmur sagði allar rannsóknir benda til þess að notkun á taser rafbyssum sé jafnhættulítil eða minna hættuleg en önnur valdbeiting lögreglu. Engar læknisfræðilegar rannsóknir bendi til þess að notkun á slíkum byssum sé hættuleg hjartveikum.

Mörg dæmi séu um að lögreglumenn hafi þurft að fara í löng veikindaleyfi eftir átök við brotamenn og dæmi séu um örorku eftir slíkt. Áhættan við að yfirbuga einstaklinga sem veita mótþróa sé minni með notkun rafbyssa.

Embætti ríkislögreglustjóra á þegar rafbyssur og sagðist Vilhjálmur telja það „mikilvægt og áríðandi að lögreglan taki upp notkun á taser,“ því það muni stórauka öryggi lögreglumanna sem og brotamanna.

Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert