Taki afstöðu til laga um samkynhneigð

Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ómar Óskarsson

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði á Alþingi í dag nýjar reglur um samkynhneigð í Rússlandi að umræðuefni.

Hún sagði Rússland vilja kalla sig nútíma lýðræðisríki, en ákveði samt að banna samkynhneigð með lögum. Slíkar reglur ættu að vekja önnur lýðræðisríki til umhugsunar.

Þróunina sagði hún mjög alvarlega og sagði Alþingi þurfa að taka afstöðu til málsins. „Við kjörnir fulltrúar þurfum að halda á lofti því dýrmæta eggi sem lýðræðið er og taka afstöðu til þessa mála.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert