Konum fjölgar í áfengismeðferð

AFP

Fleiri konur leita sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ nú en fyrir nokkrum árum. Það þarf þó ekki endilega að þýða að áfengisneysla kvenna hafi aukist, heldur hafa breytt viðhorf í samfélaginu orðið til þess að konur eru óragari við að fara í meðferð en áður. Konur voru um 30% þeirra sem leituðu meðferðar hjá SÁÁ í fyrra og ungum konum í meðferð hefur fjölgað.

Á milli 1.600 og 1.800 fá meðferð hjá SÁÁ á ári hverju.

„Sem betur fer eru fordómar á undanhaldi, en það eru þó ennþá meiri fordómar gagnvart þeim konum sem fara í áfengismeðferð en körlum,“ segir Hörður Oddfríðarson, dagskrárstjóri SÁÁ. „Þetta tengist kannski því að konur bera oft meiri ábyrgð á heimilinu en karlar. Það þykir meira mál ef kona bregst börnunum sínum vegna drykkju en ef karl gerir það.“

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að svokölluð dagdrykkja, þegar fólk neytir talsverðs magns áfengis fimm sinnum eða oftar í viku, hafi færst í vöxt meðal kvenna. „Áður voru þetta aðallega karlar komnir yfir miðjan aldur, en núna sjáum við þetta líka hjá konum. Þetta er oft tengt miklum breytingum í lífi fólks, ástvinamissi eða breytingum á vinnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert