Skólakerfið aðlagist nýrri tækni

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn

Markmiðið á að vera að öll íslensk skólastig séu sannarlega samkeppnisfær við það sem gerist best í heiminum. Endurnýja þarf kennsluaðferðir á öllum skólastigum og tryggja að kennarar hafi getu til að vinna með nýja upplýsingatækni til að nýta þá hæfileika sem ungt fólk býr yfir í dag. Þetta sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, við brautskráningu 1.841 kandídats í dag.

Hún sagði að tryggja þurfi að skólakerfið sé í stakk búið til að taka á móti nýjum kynslóðum sem komi inn í kerfið með allt aðra getu en þær kynslóðir sem á undan hófu nám. „Ef við undirbúum okkur ekki koma þessi börn inn í skólakerfið með meiri getu á vissum sviðum og meiri tækniþekkingu en margir kennarar sem taka við þeim þar. Vitaskuld skiptir inntak námsins mestu, en við verðum að tryggja að þeir sem eiga að fræða tali sama tungumál og þeir sem eiga að læra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert