Vilja samanburð á kostum

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon. mbl.is/Ómar

Tillaga fulltrúa sjálfstæðismanna í borgarráði Reykjavíkur, um að fram fari ítarleg athugun á bestu staðsetningu nýrrar miðstöðvar almenningssamgangna áður en ákvörðun verður tekin um uppbyggingu hennar, var felld með atkvæðum fulltrúa meirihlutans á borgarráðsfundi í fyrradag.

Kjartan Magnússon, borgarráðsmaður sjálfstæðismanna, sagði að þeir hefðu viljað fá faglegan samanburð á Kringlunni, Mjóddinni og Umferðarmiðstöðinni (BSÍ) sem miðstöð almenningssamgangna. Meirihluti borgarráðs virtist ætla að velja BSÍ á mjög veikum forsendum og án þess að faglegt mat lægi fyrir á þessum kostum.

„Þetta virðist þjóna þeim tilgangi að réttlæta vanhugsuð kaup á BSÍ-húsinu fyrir 445 milljónir króna og koma miðstöð Strætó þar fyrir án þess að sýnt hafi verið fram á að þar sé besta staðsetningin fyrir eflingu almenningssamgangna og heildarhagsmuni íbúa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kjartan. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert