Senda stjórnvöldum gula spjaldið

Vilhjálmur Bjarnason, formaður hagsmunasamtaka heimilanna.
Vilhjálmur Bjarnason, formaður hagsmunasamtaka heimilanna.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún réttir fram „gula spjaldið“ gagnvart stjórnvöldum. Samtökin minna á kosningaloforð varðandi lausnir á skuldavanda heimilanna og benda á mikilvægi þess að strax nú á sumarþingi komi fram raunverulegur pólitískur vilji til aðgerða í þeim efnum.

HH sendu nýjum stjórnvöldum í upphafi sumarþings áskorun og áminningu um að stöðva strax nauðungarsölur, gjaldþrot og sölur á veðhafafundum á eignum á meðan beðið er endanlegra dóma um lögmæti lánasamninga sem búa þeim að baki.

Stjórnin vill einnig að sett verði án tafar ný endurupptökulög sem gagnast myndu þeim sem gerðir hafa verið gjaldþrota, eignir þeirra seldar nauðungarsölu eða á veðhafafundi á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegum útreikningum þeirra, þannig að þessir aðilar geti fengið æru sína aftur, heimili sín og fjölskyldu sinnar til baka frá lánastofnunum sem náðu þeim á sitt nafn með ólöglegum hætti.

Samtökin benda á nýja þingsályktunartillögu frá forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Hagsmunasamtök heimilanna fagna því, en benda jafnframt á að efni tillögunnar er engan veginn fullnægjandi sem lausn fyrir heimili og fjölskyldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert