Diddú og Raggi Bjarna meðal flytjenda

Hermann Gunnarsson.
Hermann Gunnarsson. mbl.is

Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson og Egill Ólafsson eru meðal þeirra sem sjá um tónlistarflutning við útför Hermanns Gunnarssonar sem fram fer í Hallgrímskirkju kl. 15 í dag. Sjónvarpað verður frá athöfninni í Valsheimilið að Hlíðarenda, en þar verður erfidrykkjan einnig haldin.

Á undan athöfninni í Hallgrímskirkju munu fram koma Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ragnar Bjarnason, Jónas Þórir Þórisson og Matthías Stefánsson.

Í athöfninni mun Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar flytja tónlist. Einsöngvarar verða: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björgvin Halldórsson, Kristján Jóhannsson, Egill Ólafsson og Sigríður Thorlacius. Um orgel og píanóleik sér Jónas Þórir Þórisson. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. 

Pálmi Matthíasson jarðsyngur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert