Stjórnendur Víðistaðaskóla slegnir

Víðistaðaskóli
Víðistaðaskóli Þorkell Þorkelsson

„Skólinn er auðvitað kominn í sumarfrí, en við stjórnendur skólans eru slegin yfir þessu og mjög áhyggjufullir,“ segir Sigurður Björgvinsson, skólastjóri Víðistaðaskóla. Á laugardaginn féll átta ára drengur átta metra niður af þaki skólans og er nú í öndunarvél.

„Það hefur gerst áður að krakkar hafi klifrað upp þakrennurnar og upp á þak. Það gerðist í fyrrasumar að ég varð var við það. Þá sendi ég póst á alla foreldra og bað þá um að ræða um hætturnar sem væru þessu samfara. Þá hætti þetta og ég átti ekki von á að þetta myndi gerast aftur,“ segir Sigurður. Samkvæmt því sem Sigurður kemst næst er drengurinn ekki nemandi við Víðistaðaskóla.

Hann segir enga foreldra barna í skólanum hafa sett sig í samband við sig eða aðra stjórnendur skólans. „Ég varð var við það þegar þetta „parkour-æði byrjað fyrir svona tveimur árum þá varð maður var við að krakkar væru klifrandi upp á þök hér um allan bæ. Ég veit ekki hvort þetta tengist þessu eitthvað,“ segir Sigurður. „Ég skil ekki hvað átta ára börnum finnst þau eiga erindi upp á þak. Maður bara skilur þetta ekki. Það hljóta allir að gera sér grein fyrir hvað þetta er hættulegt.“

Búið að grípa til ráðstafana

„Eins og ég sagði þá var farið þarna upp í fyrrasumar, þannig að það er spurning hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta,“ segir Sigurður, en á þeim tíma voru engir vinnupallar við skólann. „Þetta er eitthvað sem foreldrar verða að brýna fyrir börnunum sínum að gera ekki. Svo er spurning hvað framkvæmdasvið bæjarins, sem sér um húsið og ber ábyrgð á því, getur gert til að koma í veg fyrir að það sé hægt að klifra upp á þakið,“ segir Sigurður.

„Það er búið að grípa til ráðstafana til að slíkt geti ekki endurtekið sig, alla vega vegna framkvæmdanna. Það á við um umbúnað á vinnupöllum og afgirðingu svæðisins,“ segir Steinar Harðarson hjá Vinnueftirlitinu.

Steinar segir að málið sé nokkuð sérstakt þar sem ekki er um vinnuslys að ræða heldur verði þarna til aðstæður vegna framkvæmda við húsið. Rannsókn Vinnueftirlitsins tekur mið af því. Skrifað verður minnisblað og það afhent fjölskyldu drengsins og þeim sem bera ábyrgð á vinnustaðnum. Jafnframt fer fram sjálfstæð rannsókn lögreglu á slysinu.

„Okkar rannsókn miðast við að finna hættur á vinnustöðum og koma í veg fyrir frekari slys af sama toga með því að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þegar vinnupallar eru reistir við hús er erfitt að koma í veg fyrir að farið sé upp á þá en til eru ákvæði sem við fylgjum til að draga úr aðgengi. Það er til dæmis að fjarlægja stiga upp á fyrstu hæð vinnupallanna og að svæðið sé afgirt.“

Hann áréttar að aðstæður hafi verið þannig á svæðinu að Vinnueftirlitið gaf fyrirmæli um að bætt yrði úr ákveðnum atriðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...