Stjórnendur Víðistaðaskóla slegnir

Víðistaðaskóli
Víðistaðaskóli Þorkell Þorkelsson

„Skólinn er auðvitað kominn í sumarfrí, en við stjórnendur skólans eru slegin yfir þessu og mjög áhyggjufullir,“ segir Sigurður Björgvinsson, skólastjóri Víðistaðaskóla. Á laugardaginn féll átta ára drengur átta metra niður af þaki skólans og er nú í öndunarvél.

„Það hefur gerst áður að krakkar hafi klifrað upp þakrennurnar og upp á þak. Það gerðist í fyrrasumar að ég varð var við það. Þá sendi ég póst á alla foreldra og bað þá um að ræða um hætturnar sem væru þessu samfara. Þá hætti þetta og ég átti ekki von á að þetta myndi gerast aftur,“ segir Sigurður. Samkvæmt því sem Sigurður kemst næst er drengurinn ekki nemandi við Víðistaðaskóla.

Hann segir enga foreldra barna í skólanum hafa sett sig í samband við sig eða aðra stjórnendur skólans. „Ég varð var við það þegar þetta „parkour-æði byrjað fyrir svona tveimur árum þá varð maður var við að krakkar væru klifrandi upp á þök hér um allan bæ. Ég veit ekki hvort þetta tengist þessu eitthvað,“ segir Sigurður. „Ég skil ekki hvað átta ára börnum finnst þau eiga erindi upp á þak. Maður bara skilur þetta ekki. Það hljóta allir að gera sér grein fyrir hvað þetta er hættulegt.“

Búið að grípa til ráðstafana

„Eins og ég sagði þá var farið þarna upp í fyrrasumar, þannig að það er spurning hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta,“ segir Sigurður, en á þeim tíma voru engir vinnupallar við skólann. „Þetta er eitthvað sem foreldrar verða að brýna fyrir börnunum sínum að gera ekki. Svo er spurning hvað framkvæmdasvið bæjarins, sem sér um húsið og ber ábyrgð á því, getur gert til að koma í veg fyrir að það sé hægt að klifra upp á þakið,“ segir Sigurður.

„Það er búið að grípa til ráðstafana til að slíkt geti ekki endurtekið sig, alla vega vegna framkvæmdanna. Það á við um umbúnað á vinnupöllum og afgirðingu svæðisins,“ segir Steinar Harðarson hjá Vinnueftirlitinu.

Steinar segir að málið sé nokkuð sérstakt þar sem ekki er um vinnuslys að ræða heldur verði þarna til aðstæður vegna framkvæmda við húsið. Rannsókn Vinnueftirlitsins tekur mið af því. Skrifað verður minnisblað og það afhent fjölskyldu drengsins og þeim sem bera ábyrgð á vinnustaðnum. Jafnframt fer fram sjálfstæð rannsókn lögreglu á slysinu.

„Okkar rannsókn miðast við að finna hættur á vinnustöðum og koma í veg fyrir frekari slys af sama toga með því að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þegar vinnupallar eru reistir við hús er erfitt að koma í veg fyrir að farið sé upp á þá en til eru ákvæði sem við fylgjum til að draga úr aðgengi. Það er til dæmis að fjarlægja stiga upp á fyrstu hæð vinnupallanna og að svæðið sé afgirt.“

Hann áréttar að aðstæður hafi verið þannig á svæðinu að Vinnueftirlitið gaf fyrirmæli um að bætt yrði úr ákveðnum atriðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur nokkurra bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Sigríður víkur sæti vegna umsóknar

11:56 Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns. Meira »

Vill lögleiða neyslu kannabisefna

11:16 Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp um lögleiðingu á neyslu kannabisefna, en hann greinir frá því á heimasíðu sinni. Frumvarpið felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Meira »

Bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi

11:36 Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

10:28 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn í hús og sest á rúm 11 ára stúlku sem þar dvaldi brjóta gegn henni kynferðislega með að strjúka henni um bak og mjöð innanklæða áður en hann fór upp í rúm til hennar og hélt áfram að strjúka henni. Meira »

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Andlát: Sigurður Pálsson

10:26 Sigurður Pálsson, rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...