Fann geitungabú í svefnherbergisglugganum

Þessum geitungum leist vel á svefnherbergi Daníels.
Þessum geitungum leist vel á svefnherbergi Daníels. mbl.is/Daníel Már

„Síðustu 10 daga tók ég eftir því að sprækur geitungur kíkti oft við í heimsókn í herbergið mitt,“ segir Daníel Már Pálsson en hann uppgötvaði geitungabú innan á svefnherbergisglugganum sínum í gær.

„Geitungurinn vakti mig snemma á morgnana en mér líkaði bara ágætlega við hann.“ Nokkrum dögum síðar voru geitungarnir orðnir tveir og heimsóknir þeirra færðust í aukana.

„Þegar þeir voru farnir að vera með óþarflega mikil læti ákvað ég að athuga stöðu mála, eins og sönnum karlmanni sæmir. Ég ætlaði að loka glugganum til að binda enda á þessar kæruleysislegu heimsóknir þeirra félaga. Ég kíkti á bakvið gardínurnar og dótið í glugganum og þá blasti við mér eitt stykki hlussu geitungabú hangandi inni í glugganum í herberginu mínu,“ segir Daníel meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert