Óvænt athygli íslenskrar auglýsingar

Skjáskot úr auglýsingu Samsung.
Skjáskot úr auglýsingu Samsung.

Auglýsing Samsung á Íslandi sem birt var á myndbandavefnum Youtube hefur fengið mikla athygli vestanhafs undanfarna daga. Auglýsingin var sett inn á vefinn 1. júlí og hefur verið horft á hana meira en 600 þúsund sinnum síðan þá.

Fjallað var um auglýsinguna á tæknivefnum CNET fyrir helgi og um leið spurt hvort um sé að ræða undarlegustu auglýsingu Samsung þar sem skotið er á keppinautinn Apple.

Fjölmargir hafa tjáð sig um auglýsinguna bæði á Youtube og í athugasemdakerfi CNET. Sitt sýnist hverjum en mun fleiri gagnrýna auglýsinguna en hrósa. Nokkrir benda þó á að auglýsingin sé íslensk og þó hún eigi eflaust ekki við í Bandaríkjunum sé hún vel skiljanleg í Norður-Evrópu.

Sjá má auglýsinguna hér að neðan.

Frétt mbl.is: Kindur, epli og ninjur góður grautur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert