Sníður stjórninni þröngan stakk

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég held að það megi nú í fyrsta lagi segja að þessi ákvörðun forseta skapar ríkisstjórnarmeirihlutanum afar lítið svigrúm til að lækka þetta gjald með varanlegum hætti þegar að nýtt frumvarp um veiðigjöld verður lagt fram á næsta þingi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Tilefnið er sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að staðfesta lög um lækkun veiðigjalds.

Árni Páll rökstyður þá skoðun sína að staðfesting laganna skapi ríkisstjórnarmeirihlutanum lítið svigrúm í málinu svo:

„Vegna þess að forsetinn tekur það sérstaklega fram í þessum rökstuðningi að hér sé um tímabundna löggjöf að ræða. Hann gefur sér reyndar að lækkun veiðigjalds sé lægri en hún er. Hann talar um 3 milljarða en það er auðvitað aðeins talan fyrir það hálfa ár sem er eftir af þessu ári. Þetta eru auðvitað nærri 6,5 milljarðar á ári sem er verið að afsala þarna.

Þetta eru auðvitað umtalsverðar fjárhæðir en hann [forsetinn] gefur sér að þetta sé óveruleg fjárhæð og einungis til eins árs. Það er forsenda ákvörðunarinnar. Af því má ráða að svigrúm stjórnvalda til að ganga lengra með því annaðhvort að afsala þjóðinni slíkum fjárhæðum til langframa, eða afsala umtalsverðum fjárhæðum í veiðileyfagjaldi, sé lítið,“ segir Árni Páll og vísar til þess mats að veiðigjöldin lækki um 6,5 milljarða á næsta ári vegna breytinganna á lögunum.

Hissa á forsetanum

Fram kom í svari Ólafs Ragnars við spurningu Ingveldar Geirsdóttur blaðakonu að hann hefði síðan hann var fjármálaráðherra ekki gert greinarmun á gjöldum og sköttum. Öll opinber gjöld væru í eðli sínu skattar.

Árni Páll gagnrýnir þessa túlkun forsetans.

„Svo vekur athygli að forsetinn skuli ekki gera efnislegan greinarmun á veiðigjaldi og sköttum. Það er auðvitað grundvallarmunur á auðlindagjaldi, gjaldi fyrir notkun á sameiginlegum auðlindum og aðstöðu, og sköttum. Það myndi ekki nokkrum manni detta í hug að kalla sérleyfi til fólksflutninga skatt eða aðra forréttindaaðstöðu sem öllum finnst eðlilegt að sé greitt fyrir.

Með nákvæmlega sama hætti felur veiðigjaldið í sér sérleyfi til nýtingar á auðlind sem er takmörkuð og verður ekki öðrum veitt. Þar af leiðandi er það algjörlega fráleitt að kalla þetta skatt. Ég er svolítið hissa á að forsetinn hafi ekki sterkari fræðilegan grunn fyrir ákvörðun sinni hvað varðar vísan til allra þeirra miklu fræða sem lúta að skilgreiningu á auðlindarentu og afmörkun hennar og nauðsyn þess að hún sé innheimt í eðlilegu efnahagsumhverfi,“ sagði Árni Páll.

Viðmið forsetans á reiki

- Forsetanum voru afhentar 35.000 undirskriftir núna, eða fleiri en þegar tekist var á um fjölmiðlalögin 2004. Hefurðu skoðun á því hvort forsetinn hefði átt að fara að vilja þessa hóps í veiðigjaldamálinu?

„Viðmiðin sem lúta að allri umgjörð þessara beiðna [um að vísa málum í þjóðaratkvæði] eru að mínu mati mjög á reiki hjá forsetanum. Hann hefur áður vísað í þjóðaratkvæði máli með færri undirskriftum. Hann segir núna að þetta mál hafi ekki verið alvöru átakamál vegna þess að við búum svo vel núna að eiga málefnalega stjórnarandstöðu sem hefur ekki áhuga á því að efna til málþófs að óþörfu. Það virðist vera sem að forsetinn líti á málþóf á Alþingi Íslendinga sem forsendu með einhverjum hætti fyrir beitingu þessarar heimildar. Það þykir mér vera mikil nýlunda og hlýtur auðvitað að vera veruleg áminning til stjórnarandstöðu um að endurhugsa málefnalega framgöngu á Alþingi Íslendinga.

Við þurfum kannski að velta fyrir okkur hvort það sé yfir höfuð stjórnskipunarlegt svigrúm fyrir stjórnarandstöðu til að vera jafn málefnaleg og yfirveguð og við vorum á sumarþingi, hvort að það sé beinlínis gerð krafa til okkar um að ganga fram með öðrum hætti af hálfu forseta,“ segir Árni Páll Árnason. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...