Meingallað handtökukerfi

Skjáskot úr myndbandinu af handtökunni umdeildu
Skjáskot úr myndbandinu af handtökunni umdeildu

Mikil umræða hefur verið undanfarið í kjölfar umdeildrar handtöku á Laugarveginum um helgina. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis, segir að handtökukerfið sem lögreglan á Íslandi noti sé mun hættulegra en önnur handtökukerfi, meðal annars þau sem notað er í sumum fylkjum Bandaríkjunum, Frakklandi, Ástralíu og víðar.

„Þetta kerfi sem er notað núna er viðurkennt handtökukerfi á Íslandi og í Noregi og var tekið upp fyrir einhverjum örfáum árum. Mín sjón á þetta kerfi, miðað við það sem ég hef séð og skoðað og prófað, er að þetta er tækni sem er notuð til að yfirbuga fólk og koma í handjárn, hún er hættuleg bæði þeim sem framkvæmir handtökuna og borgaranum sem er handtekinn,“ segir Jón Viðar.

Aðferð sem kennd er í Lögregluskólanum

Hann segir að ef sá sem lögreglumaður hyggst handtaka streitist á móti sé hætta á að borgarinn annaðhvort handleggsbrotni, fari úr axlarlið eða beinlínis falli á andlitið. Lögreglumaðurinn hefur litla stjórn á því. Þó sé alls ekki við lögreglumennina að sakast, því þessi aðferð sé kennd í Lögregluskóla ríkisins.

„Eitt aðaltakið er að grípa í annan handlegginn á manneskjunni og draga hana að sér og snúa niður með því að beyta þrýsting á olnbogann. Ef manneskjan streitist á móti gæti hún meiðst á olnboga, fyrir utan að það eru mjög litlar líkur á að þetta tak virki. Ástæðan fyrir því er einföld, þú heldur bara í handlegginn á viðkomandi, sem þyrfti að vera miklu meira veikburða en lögreglumaðurinn sem framkvæmir handtökuna, eða mjög drukkin,“ segir Jón Viðar.

Vill helst koma í veg fyrir að hinn handtekni slasist í átökunum

Takið er að sögn Jóns Viðars ekki notað í neinum bardagaíþróttum þar sem sé full mótspyrna. „Ástæðan fyrir því er einföld: þetta virkar ekki. Ef það myndi virka þá væri það notað, hvort sem það væri harkalegt eða ekki. Þannig að kerfið er hvort tveggja hættulegt og virkar ekki,“ segir Jón Viðar. „Þetta er notað, í stað þess að nota öflug tök sem virka, en eru öruggari en þessi tök.“

Sjálfur sótti hann námskeið í handtökum í Bandaríkjunum og lærði þar tök sem hann segir að svipi mjög til þeirra taka sem bardagaíþróttamenn beiti á æfingum hjá honum í Mjölni. „Þau eru hvort tveggja miklu öruggari fyrir þann sem beitir þeim og þann sem er beittur þeim, það eru miklu minni líkur á að hann slasist. Það er eitthvað sem maður vill helst koma í veg fyrir þegar maður er að handtaka fólk.“

Fór til Bandaríkjanna að læra handtökur

Jón Viðar segir að tökin sem kennd séu hjá lögreglunni virki einungis ef hinn handtekni í raun leyfir handtökunni að fara fram og streitist ekki á móti. „Þetta þarf eiginlega að vera „kóreógraffað,“ þetta myndi virka í bíómynd en ekki úti á götu.“

Hann segir lögregluna hafa styrkt hann, þegar hann var að afleysingarmaður í lögreglunni, til að læra handtökutækni í Bandaríkjunum. Yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík, Ríkislögreglustjóri og Landsamband Lögreglumanna tóku vel í hinar nýju aðferðir, en hann mætti andstöðu þegar hann hóf nám í Lögregluskólanum og þar við sitji. „Þeim leist ekkert alltof vel á að það væri einhver nemi að segja þeim til, þó svo að ég hafi á þeim tíma haft miklu meiri reynslu af átökum en þeir.“

Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður Mjölnis
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður Mjölnis
mbl.is

Innlent »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal þann 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Hermannaúlpa
Hermannaúlpa til sölu, 2 stk. L- XL. Upplýsingar í síma: 8935005...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...