Meingallað handtökukerfi

Skjáskot úr myndbandinu af handtökunni umdeildu
Skjáskot úr myndbandinu af handtökunni umdeildu

Mikil umræða hefur verið undanfarið í kjölfar umdeildrar handtöku á Laugarveginum um helgina. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis, segir að handtökukerfið sem lögreglan á Íslandi noti sé mun hættulegra en önnur handtökukerfi, meðal annars þau sem notað er í sumum fylkjum Bandaríkjunum, Frakklandi, Ástralíu og víðar.

„Þetta kerfi sem er notað núna er viðurkennt handtökukerfi á Íslandi og í Noregi og var tekið upp fyrir einhverjum örfáum árum. Mín sjón á þetta kerfi, miðað við það sem ég hef séð og skoðað og prófað, er að þetta er tækni sem er notuð til að yfirbuga fólk og koma í handjárn, hún er hættuleg bæði þeim sem framkvæmir handtökuna og borgaranum sem er handtekinn,“ segir Jón Viðar.

Aðferð sem kennd er í Lögregluskólanum

Hann segir að ef sá sem lögreglumaður hyggst handtaka streitist á móti sé hætta á að borgarinn annaðhvort handleggsbrotni, fari úr axlarlið eða beinlínis falli á andlitið. Lögreglumaðurinn hefur litla stjórn á því. Þó sé alls ekki við lögreglumennina að sakast, því þessi aðferð sé kennd í Lögregluskóla ríkisins.

„Eitt aðaltakið er að grípa í annan handlegginn á manneskjunni og draga hana að sér og snúa niður með því að beyta þrýsting á olnbogann. Ef manneskjan streitist á móti gæti hún meiðst á olnboga, fyrir utan að það eru mjög litlar líkur á að þetta tak virki. Ástæðan fyrir því er einföld, þú heldur bara í handlegginn á viðkomandi, sem þyrfti að vera miklu meira veikburða en lögreglumaðurinn sem framkvæmir handtökuna, eða mjög drukkin,“ segir Jón Viðar.

Vill helst koma í veg fyrir að hinn handtekni slasist í átökunum

Takið er að sögn Jóns Viðars ekki notað í neinum bardagaíþróttum þar sem sé full mótspyrna. „Ástæðan fyrir því er einföld: þetta virkar ekki. Ef það myndi virka þá væri það notað, hvort sem það væri harkalegt eða ekki. Þannig að kerfið er hvort tveggja hættulegt og virkar ekki,“ segir Jón Viðar. „Þetta er notað, í stað þess að nota öflug tök sem virka, en eru öruggari en þessi tök.“

Sjálfur sótti hann námskeið í handtökum í Bandaríkjunum og lærði þar tök sem hann segir að svipi mjög til þeirra taka sem bardagaíþróttamenn beiti á æfingum hjá honum í Mjölni. „Þau eru hvort tveggja miklu öruggari fyrir þann sem beitir þeim og þann sem er beittur þeim, það eru miklu minni líkur á að hann slasist. Það er eitthvað sem maður vill helst koma í veg fyrir þegar maður er að handtaka fólk.“

Fór til Bandaríkjanna að læra handtökur

Jón Viðar segir að tökin sem kennd séu hjá lögreglunni virki einungis ef hinn handtekni í raun leyfir handtökunni að fara fram og streitist ekki á móti. „Þetta þarf eiginlega að vera „kóreógraffað,“ þetta myndi virka í bíómynd en ekki úti á götu.“

Hann segir lögregluna hafa styrkt hann, þegar hann var að afleysingarmaður í lögreglunni, til að læra handtökutækni í Bandaríkjunum. Yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík, Ríkislögreglustjóri og Landsamband Lögreglumanna tóku vel í hinar nýju aðferðir, en hann mætti andstöðu þegar hann hóf nám í Lögregluskólanum og þar við sitji. „Þeim leist ekkert alltof vel á að það væri einhver nemi að segja þeim til, þó svo að ég hafi á þeim tíma haft miklu meiri reynslu af átökum en þeir.“

Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður Mjölnis
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður Mjölnis
mbl.is

Innlent »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...