Fischer-setur opnar á Selfossi

Sæmi rokk og Friðrik Ólafsson
Sæmi rokk og Friðrik Ólafsson Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson

Fjölmenni var við opnun Fischers-seturs á Selfossi síðdegis í dag.

Í safninu er að finna fjölmarga muni tengda skákferli Bobby Fischer og einvígi hans við Boris Spassky á Íslandi árið 1972.

Safnið er í senn til minningar um Fischer og félagsheimili Skákfélags Selfoss og nágrennis. Við opnunina í dag fluttu meðal annars ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson erindi, sem og Friðrik Ólafsson sem fór yfir skákferil Fischer. Hann afhenti safninu einnig upprunalega skáklýsingu frá fyrstu skák sinni við Fischer.  

Frá opnun seturins
Frá opnun seturins Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka