Auður djúpúðga heldur til Færeyja

Auður djúpúðga leggur af stað til Færeyja.
Auður djúpúðga leggur af stað til Færeyja.

Íslendingarnir fjórir sem eru að róa á sérstökum úthafsróðrarbáti frá Noregi til Íslands lögðu í morgun af stað frá Orkneyjum til Færeyja en það er annar viðkomustaður þeirra á leiðinni til Íslands.

Vegalengdin frá Orkneyjum til Porkeri á Suðurey er 190 sjómílur í beinni línu.

Einar Örn Sigurdórsson mun af persónulegum ástæðum ekki róa frá Orkneyjum en Hálfdán Freyr Örnólfsson, sem er sjómaður og nemi í Stýrimannaskólanum, mun leysa hann af. Einar Örn mun starfa áfram með áhöfninni að þessu verkefni.

Takist ætlunarverk þeirra, að róa frá Noregi til Íslands, kemst afrekið í heimsmetabók Guinness en leiðin sem áætlað er að róa er um 2.000 km í beinni línu. Umrædd leið hefur aldrei verið róin áður svo vitað sé.

Leiðangurinn hófst 17. maí í Kristiansand í Noregi og 17. júní síðastliðinn komu þeir til Orkneyja. Mesti hluti tímans hefur farið í að bíða eftir hagstæðu veðri.

Auk þess að setja heimsmet vill áhöfnin með ferðinni draga fram þau sögulegu atriði sem tengja saman þjóðirnar sem byggja Norður-Atlantshafið. Saga Auðar djúpúðgu, sem báturinn er nefndur eftir, tengir saman það svæði sem róið er um.

Nánari upplýsingar um leiðangurinn má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert